Vilja gera útivistarsvæði og skrúðgarð í Ólafsfirði

Garðyrkjufélag Tröllaskaga norður og Skógræktunarfélag Ólafsfjarðar hefur óskað eftir landsvæði til að rækta upp og gera að útivistarsvæði/skrúðgarði í Ólafsfirði. Svæðið sem um ræðir er á milli Grunnskóla Fjallabyggðar og Sigurhæðar og frá tjaldsvæði út að Menntaskólanum í Tröllaskaga. Einnig er óskað eftir grænu svæði norðan við bílaplan Menntaskólans í Tröllaskaga.  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fór yfir málið og hefur óskað eftir frekari upplýsingum.