Vilja gera MTR að lærdómssetri í Fjallabyggð

Skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga hefur lagt fram erindi til Fjallabyggðar sem tengjast hugmyndum hennar að efla skólann sem lærdómssetur, með víðtækari tengingar inn í samfélagið, sem geti fallið vel að skólastarfinu.
Skólameistaranum hefur verið boðið á fund bæjarráðs til að kynna erindið nánar.