Vilja flugvöllinn á Sauðárkróki sem varaflugvöll

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir Alexandersflugvöll á Sauðárkróki koma helst til greina sem alþjóðlegan varaflugvöll á Íslandi, en nauðsynlega þurfi að koma þeim fimmta í gagnið. Fyrir eru alþjóðlegu varaflugvellirnir á Íslandi í Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Flugvöllurinn í Glasgow er svo í raun fimmti varaflugvöllurinn ef ekki er hægt að lenda á Íslandi, og þurfa því flugvélar að taka auka bensín til að tryggja að þær komist þangað í neyð.

Rúv.is greinir frá þessu.