Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar telur að upplýsingamiðstöð ferðamanna eigi að vera í Bergi Menningarhúsi á Dalvík.  Ferðaþjónusta er nú þegar í örum vexti og því mikilvægt að huga vel að þessum málum til framtíðar. Upplýsingamiðstöðin í Dalvíkurbyggð er núna til húsa í Íþróttamiðstöðinni.  Þar er að finna upplýsingar um ferðaþjónustu á svæðinu ásamt upplýsingum um tjaldsvæðið á Dalvík.