Vilja fá leyfi til að lenda þyrlu við Sigló hótel

Viking Heliskiing hefur óskað eftir leyfi frá Fjallabyggð að lenda þyrlu sinni á malarplani sunnan við Hótel Sigló. Þá hefur fyrirtækið sótt um leyfi til að setja niður olíutank af nýjustu gerð á planinu. Viking Heliskiing hefur greint frá því að þeir muni girða svæðið af og sjá til þess að svæðið verði tryggt. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur vísað erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.