Fyrirtækið Viking Heliskiing hefur óskað eftir því að Fjallabyggð hefji viðræður við fyrirtækið um samning til ótilgreinds árafjölda um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins til skíðaiðkunar. Ef því verður hafnað hefur fyrirtækið óskað eftir að fá með formlegum hætti, almennan rétt til nýtingar á fjalllendi Fjallabyggðar til að stunda þyrluskíðamennsku.

Stofnendur Viking Heliskiing eru Jóhann H. Hafstein og Björgvin Björgvinsson, en þeir eru báðir fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum. Fyrirtækið býður uppá þyrluskíðun og almenna fjallaskíðaiðkun frá mars til júní ár hvert.