Vilja byggja við Menntaskólann á Tröllaskaga

Í skoðun er hjá Fjallabyggð að byggja við Menntaskólann á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Markmiðið er að taka viðbygginguna í notkun um haustið 2017.

Skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga hefur lagt fram og gert grein fyrir þarfagreiningu sem búið er að vinna innan skólans. Í þarfagreiningunni er samantekt á hvað viðbygging við skólann þyrfti að innihalda, þ.e. matsalur og móttökueldhús, félagsaðstaða fyrir nemendur, salur með sviði, kaffiaðstaða fyrir starfsmenn, geymslur fyrir útivistarbúnað og aðstaða til viðhalds á útivistarbúnaði.

Vinnuhópur um verkefnið hefur falið bæjarstjóra Fjallabyggðar og deildarstjóra tæknideildar að hefja viðræður við AVH arkitekta og verkfræðistofu um vinnu við þarfagreiningu og forhönnun á viðbyggingu skólann.

mtr