Vilja byggja sögutengda minigolfbraut í Ólafsfirði

Uppi eru hugmyndir um að byggja sögutengda minigolfbraut í Ólafsfirði. Hönnunin yrði sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal. Hugmyndir hafa verið kynntar í bæjarráði Fjallabyggðar og vísað þaðan til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.