Vilja breyta umferðarhraða á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur lýst yfir áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð. Óskað verður eftir breytinga á umferðarhraða í samráði við Vegagerðina.

Breytingar sem óskað er eftir:

  • Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu.
  • Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk.
  • Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls.
Ljósmynd: Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar