Vilja auka umferðaröryggi á Hólavegi á Siglufirði og við Leikskóla Fjallabyggðar

Íbúar á Siglufirði hafa lýst áhyggjum af umferðaröryggi við syðri gatnamót Hlíðarvegar og Hólavegar á Siglufirði.  Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir íbúi og varamaður í bæjarráði Fjallabyggðar sendi inn erindi til sveitarfélagsins vegna þessa.  Á gatnamótunum er blint horn, vegurinn upp á Hólaveg er þröngur og engin gangstétt er fyrir gangandi vegfarendur. Gangstéttin endar nokkrum tugum metra frá gatnamótunum og erfitt er að koma henni fyrir án þess að þrengja veginn enn frekar. Tæknideild Fjallabyggðar hyggst vinna að bættu umferðaröryggi á þessu svæði.

Einnig hefur verið tekin umræða um hraðaminnkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar við Hvanneyrarbraut á Siglufirði og Ólafsveg í Ólafsfirði.
Tæknideild Fjallabyggðar hyggst útfæra og framkvæma hraðatakmarkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar.

Myndir: Ja.is