Einn liðurinn í að fjölga opinberum störfum í Skagafirði er að í boði sé nægt skrifstofurými til að taka við auknum verkefnum sem krefjast slíkrar aðstöðu, en fyrir liggur að skortur er á slíkri aðstöðu í dag.

Rekstur skrifstofuhótela telst ekki til kjarnastarfsemi sveitarfélaga og því nauðsynlegt að fá utanaðkomandi fjárfesta að stofnun og rekstri félagsins sem ætlað er að reki sig svo með sjálfstæðum hætti.

Byggðarráð Skagafjarðar hefur því falið sveitarstjóra að gera tillögu að stofnun fasteigna- og rekstrarfélags með aðkomu fleiri aðila, sem myndi hafa það að markmiði að auka skrifstofurými í Skagafirði.