Einingu-Iðju, Sparisjóði Svarfdæla og Sölku-Fiskmiðlun eru meðeigendur Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur og fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið kaupi eignarhluta þeirra að sameign á efstu hæði Ráðhúss Dalvíkur.

Eini eignaraðilinn sem nýtir sé kaffiaðstöðuna í sameign Ráðhússins á efstu hæð er Dalvíkurbyggð og ekki eru uppi nein áform hjá öðrum eignaraðilum að nýta sér þá aðstöðu.

Einnig kemur fram að samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að útbúa lítið aukafundaherbergi í endanum á kaffistofunni og að eðlilegt hefði verið að ræða það á stjórnarfundi áður en það birtist í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar segir að á hússtjórnarfundi þann 12. október s.l. var, skv. fundargerð hússtjórnar, gert grein fyrir hugmyndum og beiðni sem liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2012 að bætt verði við aukafundasal á 3. hæð og mögulega skrifstofum einnig á 3. hæð. Staðsetning yrði þá að hluta til í því rými á 3.hæð sem tilheyrir sameign