Vildu mála kirkjutröppunar á Siglufirði eins og nótnaborð

Erindi barst til Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá einum verslunareiganda í miðbæ Siglufjarðar um að mála tröppurnar frá Kjörbúðinni við Suðurgötu og upp að Siglufjarðarkirkju eins og nótnaborð. Nefndin félst ekki á þessa beiðni, en heimilaði að mála gangstétt fyrir utan Aðalgötu 28 á Siglufirði.

Siglufjarðarkirkja