Vildi mála ljósastaura og klæða þá í Morgunblaðið og mála fótspor á gangstétt

Það koma oft skemmtilegar beiðnir á borðið hjá Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar, ein slík kom á borðið 27. apríl frá listakonunni Fríðu á Siglufirði. Sótt var um að mála neðri hluta ljósastaura við Túngötu á Siglufirði með gulum, rauðum, grænum og bláum litum og klæða þá með Morgunblaðinu. Erindinu var hafnað þar sem ljósastaurarnir eru í eigu Vegagerðarinnar.

Einnig sótti Fríða um að mála hvít fótspor á gangstéttina frá Túngötu 26 til Túngötu 40a. Nefndin heimilaði málun fótspora á gangstéttina fyrir framan Túngötu 40a, en ekki fyrir framan önnur hús.

 

Listakonan Fríða hefur talsvert notað Morgunblaðið, en veggir og fleira eru skreyttir fallega með því á Súkkulaðikaffihúsinu við Túngötu 40a á Siglufirði.