Vígsluathöfn á nýrri líkamsrækt í Ólafsfirði verður fimmtudaginn 26. janúar  kl. 16:30 í Íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði. Ávörp og dagskrá verður í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.

Dagskrá:

  • 16:30 – Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri býður fólk velkomið
  • 16:35 – Ávarp: S. Guðrún Hauksdóttir f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar
  • 16:40 – Ávarp: Þórarinn Hannesson formaður UÍF
  • 16:45 – Formleg vígsla
  • Óskar Ingvarsson og Kara Gautadóttir Íslands- og Norðurlandameistarar í kraftlyftingum ungmenna taka fyrstu lyftur
  • 17:00 Léttar veitingar í boði í anddyri íþróttamiðstöðvar
  • Opið fyrir almenning til skoðunar fram að lokun 19:00