Gróðursetningarátak fór fram í mörgum sveitarfélögum landsins um síðustu helgi. Gróðursett voru þrjú birkitré, eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir ófæddar kynslóðir. Gróðursetningin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörin forseti.

Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess um land allt ásamt þeim sveitarfélögum þar sem skógræktarfélög eru starfandi stóðu fyrir þessum viðburði.
Í Fjallabyggð voru tréin gróðursett sunnan við tröppurnar upp að Siglufjarðarkirkju.
Það voru þau Mikael Daði Magnússon (2005) og Sylvía Rán Ólafsdóttir (2006) sem gróðursettu fyrir drengi og stúlkur og svo þau Hanna María Hjálmtýsdóttir og Jón Heimir Sigurbjörnsson fyrir ófæddar kynslóðir.

Heimild og myndir: fjallabyggd.is

grodursetning_hopur grodursetning_steinunn medium_grodursetning_sylvia