Í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti, stóð Skógræktarfélag Íslands fyrir gróðursetningu 3ja birkitrjáa af Emblu tegund á hverjum stað, í samstarfi við sveitarfélög vítt um landið.  Þær systur frá Lómatjörn, Sigríður, Valgerður og Guðný Sverrisdætur, tóku að sér að gróður setja á Grenivík.
Var hríslunum valinn staður við Gamla Skóla og munu þær vonandi prýða lóðina um langa framtíð.
20150713_151903_resized 20150713_151743_resized