Vigdís Sverrisdóttir er sjötug í dag

Siglfirðingurinn Vigdís Sigríður Sverrisdóttir er 70 ára í dag. Hún er fædd og uppalin á Hlíðarvegi 44, gekk í Grunnskóla Siglufjarðar og fermdist í Siglufjarðarkirkju. Hún vann ung við síldina en allt snérist um síldina á þessum árum og voru börnin kölluð úr skóla til að hjálpa til á bryggjunni. Hún stóð því ung á palli og saltaði síldina og lagði í tunnurnar.

Á æskuárunum var ekki búið að opna Strákagöng og var því Skarðsvegurinn einn aðal ferðamátinn yfir sumarið þegar farið var í ferðalög, en var annars lokaður stærstan hluta ársins. Siglufjörður var því mjög einangraður á þessum árum.

Vigdís kynntist Jónasi Valtýssyni á uppvaxtarárunum og hófu þó samband sitt snemma á lífsleiðinni. Um tvítugsaldurinn fluttu þau til Reykjavíkur í leit að atvinnu og hófu sambúð og barneignir.

Vigdís og Jónas eiga í dag 10 barnabörn, og eru upptekin flesta daga við að sinna þeim ásamt því að taka golfhring, ferðast og fara í göngutúra.

Fjölskyldan sendir Vigdísi kærar afmæliskveðjur.