Viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði Dalvíkurbyggðar

Viðurkenningar voru veittar úr afreks- og styrktarsjóði samhliða kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar þann 3. janúar s.l. Að þessu sinni fengu einstaklingsviðurkenningar þau: Anna Kristín Friðriksdóttir, Arnór Reyr Rúnarsson, Arnór Snær Guðmundsson, Birta Dís Jónsdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Júlíana Björk Gunnarsdóttir, Ólöf María Einarsdóttir, Nökkvi Þórisson og Skúli Lórenz Tryggvason. Að auki fengu viðurkenningar Grjótglímufélagið, Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS og Björgunarsveitin fyrir uppbyggingu í sínu starfi.

Heiðursviðurkenningu fékk Heiðar Helguson, en hann hefur verið einn fremsti knattspyrnumaður þjóðarinnar um árabil og var það afi hans sem veitti viðurkenningunni mótttöku.