Viðræður um Siglufjarðarflugvöll í biðstöðu

“Siglufjarðarflugvöllur er alveg lokaður og líka fyrir sjúkraflug. Ástæðan er að hann er ekki nógu öruggur vegna skorts á viðhaldi”. – Þetta segir umdæmisstjóri ISAVIA á Norðurlandi eftir að Héðinsfjörður.is óskaði eftir svörum um málið.

Þá kom einnig fram að viðræður væru í gangi við sveitarfélagið Fjallabyggð um yfirtöku á mannvirkjum en þær viðræður eru nú í biðstöðu þar til heimild fæst í fjárlögum.

15677313426_422ec3be63_z