Þörf er á viðhaldi íþróttamannvirkja í Fjallabyggð. Sérstaklega Íþróttamiðstöðinni að Hvanneyrarbraut 52, Sundhöll Siglufjarðar. Tvisvar sinnum hefur verið reynt að bjóða verkefnið út en án árangurs. Nú er í skoðun valkostagreining varðandi mögulega staðsetningu viðbyggingar fyrir sundhöllina.
Viðhaldsverkefni á Sundhöll Siglufjarðar, íþróttamiðstöðinni, sem eru óháð mögulegri stækkun húsnæðisins verða sett í forgang í haust hjá Fjallabyggð.
Bæjarstjóra Fjallabyggðar hefur verið falið að þrýsta á að valkostagreiningunni verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024.