Viðgerðir á skíðastökkpallinum í Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að styrkja Rótarýklúbb Ólafsfjarðar sem óskaði eftir fjárstuðningi vegna viðgerða á skíðastökkpallinum í Ólafsfirði.  Efniskostnaður var áætlaður um 172 þúsund krónur og kostnaður vegna vinnu áætlaður um nokkra tugi þúsunda króna. Fjallabyggð styrkir verkefnið um 200.000 kr.

Viðhald og umhirða skíðastökkpallsins er eitt af samfélagsverkefnum sem Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar hefur sinnt síðustu áratugi. Í fyrrasumar var farið í að mála pallinn og á árinu 2016 var lagfærð skrautlýsing á pallinum. Á síðasta ári voru 50 ár frá því byggingin var reist.