Viðgerð hafin á flugbrautinni á Siglufirði

Viðgerðarvinna er hafin á flugbrautinni á Siglufjarðarflugvelli. Búið er að koma fyrir nokkrum tonnum af efni sem setja á í flugbrautina þar sem malbikið er hvað verst. Stórvirkar vinnuvélar eru nú þegar komnar á svæðið og er efnið tilbúið fyrir utan gamla flugskýlið, og var því reyndar komið fyrir þar sem hurðin er og getur eigandinn því ekki vitjað eigna sinna eins og staðan er núna. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa barist fyrir því að láta opna Siglufjarðarflugvöll sem lendingarstað á ný, en vellinum var lokað árið 2014. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vildi í vor kanna möguleikann á því að opna völlinn sem lendingarstað í sumar fyrir sjúkraflug og eins hafa félög í ferðaþjónustu sýnt áhuga að lenda þarna til að koma með ferðamenn á svæðið. Baráttan virðist vera skila sér og vonandi verður völlurinn formlega opnaður á ný sem fyrst.