Eigendur Videóvals á Siglufirði hafa tilkynnt að verslunin muni loka um næstu áramót ef ekki verður búið að selja reksturinn fyrir þann tíma. Húsnæðið og reksturinn hefur verið til sölu síðan í október 2022, og er nú auglýst á 21,5 milljónir.
Videóval var um tíma ein af síðustu videóleigum landsins. Síðustu ár hefur verið hægt að kaupa ís, veitingar og ýmislegt annað.