Viðbygging Menntaskólans á Tröllaskaga langt komin

Búið er að reisa myndarlega viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga sem 231 m2 á stærð og verður notuð sem matar-,félags-, og fundaraðstaða fyrir nemendur menntaskólans.  Allt frá því skólinn hóf störf haustið 2010 hefur Fjallabyggð einbeitt sér að því að koma skólahúsnæðinu í viðunandi horf. Skóflustunga var tekin af mennta- og menningarmálaráðherra í september 2016 fyrir þessari viðbyggingu en áætlað er að verkið verði klárað ágústmánuði 2017.