Viðburður í Alþýðuhúsinu

Sunnudaginn 5. nóvember kl. 15.00 – 16.00 mun Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri frá Akureyri vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Þar mun hann segja frá skapandi starfi í Listasafninu á Akureyri og skrefunum frá því að vera myndlistarmaður, sjálfstæður sýningarstóri og til þess að vera safnstjóri Listasafns. Frá samþættingu kennslu, sýningarstjórnunar og myndlistar á vettvangi grasrótar og stofnunar.

Að erindi loknu verða kaffiveitingar og allir velkomnir.