Viðburður hjá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar og styrkveitingar

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar verður með dagskrá laugardaginn 24.febrúar á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði í tilefni styrkveitinga á Rótarýdaginn. Þar verður meðal annars kynning á hreyfingunni og samfélagsstarfi. Þá verður veittur fjárstyrkur til Pálshúss og til Team Rynkeby vegna krabbameinssjúkra barna.

Dagskrá:

  • Kl:  14:45.   Kynning á Rótarýhreyfingunni,  og samfélagsstarfi klúbbsins.  Erindi stutt ljósmyndum á skjá.
  • Kl:   15:00.  Kaffisamsæti með heimilisfólki, starfsfólki og gestum í boði klúbbsins.

Á meðan á kaffisamsæti stendur verða veittir styrkir úr samfélagssjóði Rótarýkúbbs Ólafsfjarðar:  Gjafir frá sjóðnum til  Hornbrekku –  ýmis áhöld.  Fjárstyrkur til Pálshúss afhentur. Fjárstyrkur til Team Rynkeby vegna krabbameinssjúkra barna.  Tilefnið árleg hjólreiða- og söfnunarferð þeirra frá Kaupmannahöfn til Parísar.  Eftir styrkveitingarnar verður tónlistarflutningur í umsjá Ave Köru Sillaots tónlistarkennara.