Ljóðahátíðin Haustglæður heldur áfram af fullum krafti í þessari viku. Viðburðir verða á Skálarhlíð, Gránu, Ljóðasetrinu og í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Dagskrá:

Fimmtudagur 26. sept. kl. 14.30 Skálarhlíð –
Þórarinn Hannesson flytur eigin lög við ljóð Siglfirðinga.

Laugardagur 28. sept. kl. 20.00 GránaMeð fjöll á herðum sér. Frumsýning ljóðaleiks með ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar í tónum og tali. Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir flytja.
– Hóf fyrir frumsýningargesti á Ljóðasetri að lokinni frumsýningu.

Sunnudagur 29. sept. kl. 16.00 Ljóðasetur Íslands –
Lesið og sungið úr nýju ljóðasafni Stefáns frá Hvítadal.
– Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir sjá um dagskrána.

Mánudagur 30. sept. Gísli Súrsson – Leiksýning frá Kómedíuleikhúsinu í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar í boði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra og Fjallabyggðar.

Það eru Umf Glói og Ljóðasetur Íslands sem standa að hátíðinni.