Viðburðir á Ljóðasetrinu um Páskana

Það verður fjölbreytt dagskrá á Ljóðasetrinu á Siglufirði næstu daga, myndlistarsýning, útgáfuhóf, Passíusálmar,bókamarkaður og Tóti trúbador.  Í dag, miðvikudag 12. apríl kl. 16.00 opnuðu systurnar Elín Helga og Amalía Þórarinsdætur, ungar og efnilegar listakonur, myndlistarsýningu með teikningum, vatnslita- og akrílmyndum. Sýningin verður opin fram á laugardag.

  • Skírdag 13. apríl kl. 16.00: 50 Gamansögur frá Siglufirði nr. 5. Útgáfuhóf í tilefni af því að nýtt hefti í þessari vinsælu ritröð er nú loksins komið út. Skrásetjari segir sögur úr heftinu og fyrri heftum sem eru nú loks fáanleg aftur.
  • Föstudaginn langa kl. 14.00 – 16.00: Ýmsir bæjarbúar flytja úrval úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
  • Laugardag 15. apríl kl. 16.00: Tóti trúbador flytur eigin lög við ljóð skálda frá Siglufirði og Fljótum.

Að auki er bókamarkaður í setrinu alla þessa daga. Bækur frá 100 – 500 krónur og allar ljóðabækur í sölubásnum á hálfvirði.

Það er þess virði að líta inn á Ljóðasetrið.  Enginn aðgangseyrir – Bara að njóta!