Viðburðir á Ljóðasetrinu um helgina

Ljóðasetur Íslands á Siglufirði fagnar nú 10 ára afmælinu sínu með nokkrum viðburðum. Á fimmtudaginn sl. var opnað nýtt glæsilegt bókarými í húsnæði setursins. Daglegir viðburðir eru á safninu yfir sumartímann og ókeypis aðgangur.
Dagskrá helgarinnar:
Laugardagur 10. júlí kl. 16.30:
Þórarinn Eldjárn flytur eigin ljóð.
Svavar Knútur flytur okkur nokkur lög.
Sunnudagur 11. júlí kl. 16.00:
Þórarinn Hannesson flytur ljóð og lög fyrir börn.