Í síðari umræðu stefnuráðu með fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2015 kemur fram að komandi ár verið viðburðaríkt, opnað verið nýtt hótel í Fjallabyggð sem muni hafa mikil áhrif á komandi árum.  Fyrirtækið Genís á Siglufirði hyggst gera mikla breytingar á rekstri og uppbyggingu á árunum 2016-18. Þá eru miklar vonir bundnar við endurnýjun á skipakosti Rammans í Fjallabyggð.

Atvinnulífið er bjart í Fjallabyggð og hefur bæjarfélagið tekið ákvarðanir um framkvæmdir sem munu laða að nýja íbúa í Fjallabyggð. Gert er ráð fyrir að stækka þurfi leikskólann á Siglufirði um eina deild verði íbúaþróun hagstæð.

15582920664_fac4eda798_z