Undanfarið hefur dregið nokkuð úr Covid-19 faraldrinum en reglulega leggjast inn sjúklingar og þurfa einangrun vegna Covid-19 eða greinast með Covid-19 þó þeir séu innlagðir af öðrum orsökum.

Viðbragðstjórn Sjúkrahússins á Akureyri leggur til að almenn grímuskylda verði aflögð í klínískri vinnu utan bráðamóttöku þar sem lagt er til að verði áfram grímuskylda. Rétt er þó að árétta að við öll öndunarfæraeinkenni ber starfsfólki, sjúklingum og gestum sjúkrahússins að bera grímu.

Greiningarpróf skal áfram gera á öllum sjúklingum ef grunur er um Covid-19 sýkingu eða ef saga gefur tilefni til. Einangrunarreglur eru óbreyttar.

Heimsóknartímar á Sjúkrahúsinu á Akureyri:

Eftirfarandi breytingar eru í gildi frá 19.08.2022

Gestir sem eru með einkenni sem geta samrýmst COVID-19 mega ekki koma í heimsókn fyrr en ljóst er að ekki er um COVID-19 eða aðra smitandi sjúkdóma að ræða og einkenni eru gengin yfir.

Grímuskylda er á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri og annarsstaðar ef viðkomandi hefur einkenni frá öndunarfærum.

Einn gestur er leyfður í hverjum heimsóknartíma.

Heimsóknartímar eru eftirfarandi á:
Lyflækningadeild, skurðlækningadeild og geðdeild frá kl. 16:00-17:00 og 19:00-20:00.
Gjörgæslu eftir samkomulagi.
Kristnesspítala kl 16:00 – 18:00
Fæðingadeild: Heimsóknir eru ekki leyfðar nema í undantekningartilfellum.