Í ljósi þróunar jarðhræringa á Reykjanesi hefur viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar verið virkjuð. Markmið hennar er að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum.
Í dag verða Aðgerðarstjórn ferðaþjónustunnar (ASF) og Framkvæmdahópur ferðaþjónustunnar (FHF) kallaðir saman. Er þessi ráðstöfun í samræmi við öra þróun atburða sl. sólarhring og það verklag sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi viðbragðsáætlun.
Helstu þættir áætlunarinnar snúa að því að tryggja öryggi ferðamanna á Íslandi, lágmarka áhrif á för ferðamanna til og frá landinu, tryggja upplýsingaflæði til og frá ferðaþjónustuaðilum til Samhæfingarstöðvar almannavarna, koma upplýsingum til ferðamanna og lágmarka áhrif neyðarvár á ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.