VG samþykkir lista á Akureyri

Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí, var samþykktur á félagsfundi í bænum nú síðdegis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í NA-kjördæmi var sérstakur gestur fundarins og ávarpaði frambjóðendur og gesti. Áður hafði farið fram bindandi forval um efstu sex sætin, þar sem Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, hlaut oddvitasætið og leiðir hún listann. Listi VG á Akureyri er sjöundi hreini VG listinn sem kynntur er fyrir kosningarnar í vor. Hér er svo listi VG á Akureyri í heild.

1. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri

2. Ásrún Ýr Gestsdóttir, háskólanemi, Hrísey

3. Sif Jóhannesar Ástudóttir, verkefnastjóri, Akureyri

4. Hermann Arason, framkvæmdastjóri, Akureyri

5. Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri

6. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri

7. Ólafur Kjartansson, vélvirki og fyrrv. framhaldskólakennari, Akureyri

8. Herdís Júlía Júlíusdóttir, iðjuþjálfi, Akureyri

9. Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðingur, Akureyri

10. Angantýr Ómar Ásgeirsson, háskólanemi, Akureyri

11. Katla Tryggvadóttir, menntaskólanemi, Akureyri

12. Hildur Friðriksdóttir, alþjóðafulltrúi hjá HA , Akureyri

13. Valur Sæmundsson, tölvunarfræðingur, Akureyri

14. Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, Grímsey

15. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Akureyri

16. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, Akureyri

17. Helgi Þorbjörn Svavarsson, verkefnastjóri og hornleikari, Akureyri

18. Fayrouz Nouh, doktorsnemi, Akureyri

19. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, Akureyri

20. Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari, Akureyri

21. Ólafur Þ. Jónsson, fyrrv. vitavörður, Akureyri

22. Kristín Sigfúsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi og kennari, Akureyri