Fyrsti fundur Leikfélags Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg,  mánudaginn 12. september nk. kl. 20:00.
Leikritið sem félagið ætlar að setja upp í ár nýtt gaman- & sakamálaleikrit eftir Guðmund Ólafsson. Leikritið heitir Birgitta kveður.
Leikfélag Fjallabyggðar óskar eftir fólki til að leika og starfa við sýninguna. Áhugasamir beðnir um að mæta á kynningarfundinn.
Leikstjórinn og höfundur verksins, Guðmundur Ólafsson verður á staðnum.