Vetrarleikar í Fjallabyggð

Dagskrá Vetrarleikanna í Fjallabyggð:

22. febrúar
Kl. 8.00 – 18.00 Siglómótið í blaki – Fjöldi liða tekur þátt. Leikið í íþróttahúsunum í Ólafsfirði og á Siglufirði. Allir velkomnir að fylgjast með skemmtilegri keppni.

Kl. 12.00 – 16.00 Skíðafélag Siglufjarðar með leikjabraut og fjör í Skarðinu.

26. febrúar
Opinn æfingadagur KF. Opnar æfingar fyrir alla yngri aldurshópa. Sjá nánar á heimasíðu félagsins.

24.-28. feb.
Opnar æfingar hjá íþrótta- og ungmennafélögum í Fjallabyggð. Áhugasamir geta komið í prufutíma og aðstandendur sérstaklega velkomnir að líta inn á æfingar. Ath. Skíðakrakkar sem vilja koma á æfingar verða að vera lyftufærir.

1. mars
Kl. 9.00 – 10.00 Hestamannafélagið Glæsir. Hesthús Halla og Óla opið, gefið og kembt.

Kl. 14.00 – 18.00 Frítt fyrir alla í Sundlaug Siglufjarðar í boði Fjallabyggðar.

Kl. 11.00 – 12.00 Hestamannafélagið Gnýfari með opin hús þar sem m.a. verður teymt undir í nýju reiðskemmunni.

Kl. 12.00 – 15.00 Tröllamótið í boccia í íþróttahúsinu á Siglufirði. Íþróttafólk Snerpu keppir gegn dagskrárgerðarfólki á Útvarpi Trölla FM103.7 Útvarpað verður beint frá keppninni á Útvarpi Trölla.

Kl. 15.00 – 17.00 TBS – Badminton fyrir alla í íþróttahúsinu á Siglufirði. Spaðar á staðnum fyrir þá sem vilja, iðkendur komi með sína spaða.

2. mars
Kl. 11.00 – 13.00 Skíðafélag Ólafsfjarðar með leikjabraut og skemmtilegheit á skíðasvæðinu í Ólafsfirði. Göngubrautin opin og stefnt að sýningu á skíðastökki.

Kl. 13.00 – 14.00 Umf Glói sér um útileiki fyrir alla fjölskylduna á Dagslóð (við Hannes Boy). Heitt kakó og góðgæti í Ljóðasetrinu að þeim loknum.

Kl. 14.00 – 18.00 Frítt fyrir alla í Sundlaug Ólafsfjarðar í boði Fjallabyggðar.

Dagskrá fengin að Facebooksíðu vetrarleikanna í Fjallabyggð.