Vetrarleikar hefjast í Fjallabyggð
Hinir árlegu Vetrarleikar í Fjallabyggð hefjast í dag og standa til 6. mars. Fjöldi viðburða og opinna æfinga hjá íþrótta- og ungmennafélögum innan Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar.
Dagskrá Vetraleika 2016:
- 26. feb. Kl. 18.00 Mót í sprettgöngu (Skicross) hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.
- Kl. 20.00 Siglómótið í blaki í íþróttahúsinu á Siglufirði.
- 27. feb. Kl. 8.00 – 18.00 Siglómótið í blaki í íþróttahúsunum í Ólafsfirði og á Siglufirði. Fjöldi liða tekur þátt. Allir velkomnir að horfa á og hvetja.
- Kl. 11.00 Bikarmót í hefbundinni göngu í Ólafsfirði.
- Kl. 13.00 Fjarðargangan (skíðaganga) í Ólafsfirði.
- Kl. 11.00 – 16.00 Leikjabraut og húllumhæ í Skarðinu á Sigló á vegum SSS. (5. mars ef veður verður ekki hagstætt þann 27.)
- 28. feb Kl. 13.00 Bikarkeppni í skíðagöngu (fjáls aðferð) í Ólafsfirði.
- 29. feb Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
- 1. mars Kl. 10.00 Opin æfing í boccia hjá Snerpu í íþróttahúsinu á Siglufirði.
- Kl. 17.00 – 18.00 Opið fótboltahús í Ólafsfirði á vegum KF.
- 2. mars Kl. 15.45 – 18.45 Opnar æfingar í fimleikum hjá Umf Glóa í Ólafsfirði.
- 3. mars Frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
- Kl. 16.00 -18.00 Opnar æfingar í badminton hjá TBS á Siglufirði.
- Kl. 20.00 Ljóðakvöld í Ljóðasetrinu á Siglufirði á vegum Umf Glóa.
- 4. mars Kl. 11.00 Opin æfing í boccia hjá Snerpu í íþróttahúsinu á Siglufirði.
- Kl. 16.00 – 17.00 Opið fótboltahús á Siglufirði á vegum KF.
- 5. mars Ólafsfjarðarmót í svigi.
- 5. mars kl. 10.00 – 12.00 verður heit á könnunni í Tuggunni og hesthús opin hjá hestamannafélaginu Gnýfara í Ólafsfirði.
- 6. mars Kl. 15.00 Myndlistarsýning nemenda í 1. – 4. bekk á Siglufirði og sögusýning Umf Glóa í Bláa húsinu á Sigló. Útileikir og snjókallagerð ef veður leyfir.
Opnar æfingar hjá yngri flokki Skíðafélags Siglufjarðar (1.– 4. bekkur) alla leikana.
Opnar æfingar hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar í göngu og alpagreinum alla leikana.
Opnar æfingar hjá KF alla leikana.