Vetrarleikagarður og tendrun jólatrés í Ólafsfirði

Laugardaginn 2. desember næstkomandi mun Skíðafélag Ólafsfjarðar setja upp vetrarleikgarð í miðbæ Ólafsfjarðar við Gullatún. Þetta er gert í tengslum við Jólamarkað við Tjarnarborg og tendrun jólatrésins.   Mikil aðsókn hefur verið í bæinn á þessum degi undanfarin ár.  Vetrarleikgarðurinn verður opinn frá kl. 13:00-15:00.

Ljósin verða tendruð á jólatrénu við Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði laugardaginn 2. desember kl. 16:00. Ávarp flytur Haraldur Gunnlaugsson, kór eldriborgara flytur jólalög og börn úr leikskólanum syngja jólalög. Jólasveinar koma og dansa í kringum jólatréð. Klukkan 20:00 verða svo tónleikarnir Litróf í Menningarhúsinu Tjarnarborg.