Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara í Fjallabyggð hófst í byrjun vikunnar og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara í Fjallabyggð fer fram á virkum dögum frá kl. 9:00-15:30.
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, tómstundaiðju, samveru, holla næringu og fjölbreytta hreyfingu með það að markmið að viðhalda eða efla almenna heilsu og félagslega virkni.
Á Siglufirði fer starfið fram í Skálarhlíð og í íþróttamiðstöð þar sem boðið er upp á lokaða tíma í rækt, boccia og vatnsleikfimi.
Í Ólafsfirði verður starfsemi í Hornbrekku og er dagskrá í boði fimm virka daga.
Eftir sem áður verður íþróttastarf; lokaðir tímar í rækt, stólaleikfimi, boccia, ganga og vatnsleikfimi í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.
Akstursþjónuta er í boði samkvæmt mati félagsþjónustu.
Starfsmenn í tómstunda- og íþróttastarfi eru starfsmenn félagsþjónustu Fjallabyggðar og Hornbrekku:
Helga Hermannsdóttir forstöðumaður félagsstarfs, Skálarhlíð
Berglind Gylfadóttir starfsmaður félagsstarfs, Skálarhlíð
Ásdís E. Baldvinsdóttir starfsmaður félagsstarfs, Skálarhlíð
María B Leifsdóttir íþróttafræðingur
Sylvía Halldórsdóttir iðjuþjálfi, Hornbrekku
Gerður Ellertsdóttir félagsliði, Hornbrekku