Dalvík/Reynir heimsótti Vestra í gær í 8. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. Lið Vestra var í efri hluta deildarinnar en Dalvík/Reynir um miðja deild, og gat með sigri komist í efri hlutann. Liðið flaug með Norlandair til Ísafjarðar og sluppu því við rútuferð í þetta skiptið. Jiminez og Viktor  Daði byrjuðu leikinn á bekknum í þessum leik en Gunnar Már var í byrjunarliðinu.

Í liði Vestra voru 9 erlendir leikmenn þar af voru sex þeirra í byrjunarliði. Þjálfari liðsins er Bjarni Jóhannesson.

Heimamenn skoruðu strax á 30. mínútu með marki frá Pétri Bjarnasyni, hans sjötta mark í deild og bikar í ár í ellefu leikjum. Staðan var því 1-0 í hálfleik.

Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Jimenez inná fyrir Núma Kárason hjá Dalvík/Reyni, og átti nú að freista þess að jafna leikinn. Aðeins sex mínútum síðar var Jimenez skipt útaf vegna meiðsla og inná kom Viktor Daði. Á 68. mínútu var Gunnari Má skipt útaf fyrir Rúnar Helga og á 84. mínútu var Kristjáni Frey skipt útaf fyrir Brynjar Skjóldal.

Inn vildi boltinn ekki hjá Dalvík/Reyni í þessum leik og vann Vestri með einu marki, lokatölur 1-0. Dalvík/Reynir er í 8. sæti með 10 stig eftir 8 umferðir.

Pétur Bjarnason skoraði mark Vestra í þessum leik. Mynd: vestri.is