Lið Vestra í karla- og kvennaflokki mætti til Fjallabyggðar á sunnudaginn og spiluðu við Blakfélag Fjallabyggðar í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Karlalið Vestra heimsótti lið Völsungs á Húsavík á laugardeginum og unnu þar öruggan sigur 0-3. Búist var við erfiðum leik fyrir heimamenn ,en Vestri hafði unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu án þessa að tapa hrinu. Hægt var að sjá báða leikinn beint á Facebook og var það skemmtileg nýjung. Vegna tæknivandamála þá virkuðu rafrænu leikskýrslunar ekki og urðu því stigaverðir að handskrifa skýrsluna á gamla mátann.
Svo fór að Vestri vann fyrstu hrinuna 17-25 og í annari hrinu voru þeir mun sterkara liðið og unnu örugglega 13-25. Í þriðju hrinu gerðu BF menn hvað þeir gátu, en Vestramenn voru talsvert sterkari heilt yfir og unnu 16-25, og leikinn þar með 0-3.
Kvennaliðin mættust svo kl. 15:00 og úr varð rúmlega tveggja klukkustunda háspennuleikur. BF vann fyrstu hrinuna naumlega 25-23. Gestirnir unnu næstu tvær hrinur 17-25 og 21-25. BF tóku fjórðu hrinuna mjög örugglega 25-13, og einnig oddahrinuna 15-8 og unnu þar með leikinn 3-2.
Bæði karla- og kvennaliðin leika aftur um næstu helgi á Siglufirði, og skiptir stuðningar íbúa þar miklu máli. Karlaliðið tekur á móti HKörlum og kvennaliðið á móti Ými.
Sunnudagurinn 18.nóvember í íþróttahúsinu á Siglufirði.
13:00 BF – HKarlar í Benectadeild karla
15:00 BF – Ýmir í Benectadeild kvenna