Verslunarmannahelginni er lokið

Síldarævintýrinu er lokið þetta árið og er talið að um 6000 manns hafi sótt hátíðina í ár. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði fyrir alla aldurshópa og veðrið ágætt alla helgina.

Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng í gær var talsvert minni en á laugardag og sunnudag, eða 1184 bílar óháð stefnu. Um Siglufjarðarveg fóru 741 bílar sem er svipað og síðustu dagana. Um Hámundarstaðaháls fóru 1698 bílar sem er aðeins færri en um helgina. Um Öxnadalsheiðina fóru 2554 óháð stefnu í gær og er það rúmlega 560 bílum fleiri en á sunnudag. Um Víkurskarðið fóru svo 2987 bílar sem er nokkuð svipað og dagana á undan.