Verslunarmannahelgin á Siglufirði

Fjallabyggð tók ákvörðun í vor að ekki yrði haldið Síldarævintýri í ár þar sem ekki fékkst aðili til að koma henni í framkvæmd. Þrátt fyrir þetta þá er að sjálfsögðu þétt dagskrá alla helgina á Siglufirði, enda hefur Rauðka fyrir löngu síðan pantað vinsæla tónlistarmenn til að koma fram um helgina og hefur Rauðka tekið að sér að skipuleggja og setja saman dagskrá fyrir gesti og heimamenn.

Stormar koma loksins aftur saman á Rauðku og spila í kvöld,  fimmtudaginn 3. ágúst.  Rappdúettinn Úlfur Úlfur mætir á Rauðku og treður upp á Síldarævintýrinu, föstudaginn 4.ágúst. Stúlli og gestir hans spila á laugardagskvöld, 5. ágúst.  Hljómsveitin AmabAdamA stígur á svið Rauðku á sunnudaginn 6.ágúst.

Nokkur fyrirtæki við Ráðhústorgið á Siglufirði hafa fengið leyfi fyrir uppblásnum leikkastala sem setja á upp á torginu um helgina. Við Rauðkutorg er svo einnig leiksvæði með kastala, minigolfi, sandkassa og fleira. Einnig verða gönguferðir, hjólaferðir og bátsferðir gegn gjaldi í boði fyrir þá sem vilja. Síldarsöltun og hlaðborð verður við Síldarminjasafnið og margt fleira í gangi í bænum alla helgina. Rétt er að taka fram að aðgangseyrir er að tónlistarviðburðum Rauðku og svo að tjaldsvæðum í Fjallabyggð.