Verslunarmannahelgin á Kaffi Rauðku og tilboð á Sigló hótel

Það verður kvölddagskrá um verslunarmannahelgina hjá Kaffi Rauðku á Siglufirði frá fimmtudegi til sunnudags. Tilboð verður á gistingu á Sigló hótel, en nánar má lesa um það neðar í fréttinni.

Dagskrá:

  • Fimmtudagur: Lög unga fólksins 1960-1970
  • Föstudagur: Hjálmar
  • Laugardagur: Landabandið
  • Sunnudagur: DJ Birgitta

Kristbjörg Edda framkvæmdarstjóri Sigló hótel segir í samtali við vefinn að þau geri líka ráð fyrir að það verði mikið sótt á golfvöllinn Sigló golf um helgina en þar verður líka mót um helgina.

Rauðka vonast til að sjá sem flesta gesti koma á viðburðina og einnig verður frábært tilboð á Hótel Sigló þ.e. 30% afsláttur af gistingu með morgunmat, gildir dagana 1. – 6. ágúst.

Image may contain: text