Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að ný tillaga að breyttu deiliskipulagi í miðbæ Siglufjarðar verð kynnt á opnum íbúafundi, áður en hún veðrur formlega auglýst. Tillagan er unnin af T.ark arkitektum. Markmið breytingartillögunnar er að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum eða þjónustu.
Byggingarnar verða allar á einni hæð og verða alls 1550 m2 af stærð. Verslun Samkaupa verður 700 m2.
Svæðið er í dag nýtt sem tjaldsvæði.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar tekur endanlega tillögu í þessu máli.