Verkval bauð lægst í holræsahreinsun í Fjallabyggð
Tvö tilboð bárust til Fjallabyggðar fyrir verkið Holræsa- og gatnahreinsun í bæjarfélaginu. Verkval ehf. var lægstbjóðandi og hefur Fjallabyggð samþykkt að taka þeirra tilboði.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Hreinsitækni ehf. kr. 17.270.280 m. vsk. fyrir 3 ár.
Verkval ehf. kr. 14.983.500 m. vsk. fyrir 3 ár.
Kostnaðaráætlun var kr. 22.350.000 m. vsk. í 3 ár.