Fjallabyggð hefur boðað til upplýsingafundar vegna framkvæmdaáætlunar 2022. Verktakar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta og kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir í sveitarfélaginu á árinu 2022.

Elías Pétursson bæjarstjóri og Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar munu fara yfir framkvæmdir og helstu stærðir verkefna sem fyrirhugaðar eru á næsta ári.

Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, fimmtudaginn 16. desember og hefst hann kl. 17:00.