Verktakar hvattir til að kynna sér framkvæmdaáætlun Fjallabyggðar fyrir næsta ár

Fjallabyggð hefur boðað til upplýsingafundar vegna framkvæmdaáætlunar 2022. Verktakar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta og kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir í sveitarfélaginu á árinu 2022.

Elías Pétursson bæjarstjóri og Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar munu fara yfir framkvæmdir og helstu stærðir verkefna sem fyrirhugaðar eru á næsta ári.

Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, fimmtudaginn 16. desember og hefst hann kl. 17:00.