Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut Eyrarrósina 2016, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Verksmiðjan á Hjalteyri er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð.

Forsvarsmenn Verksmiðjunnar hljóta auk viðurkenningarinnar 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands. Fyrr í febrúar voru þrjú verkefni tilnefnd af valnefnd, auk Verksmiðjunnar voru það Menningar- og fræðslusetrið Eldheimar í Vestmannaeyjum og alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar í Garði, þau hljóta einnig peningaverðlaun og flugferðir innanlands.

Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2005 og það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem standa að verðlaununum. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut verðlaunin 2005.
12042608_10153596029987829_8593001677035805771_n