Verkís gefur Akureyrarbæ gjöf

Á dögunum voru tré á Akureyri og Egilsstöðum lýst upp með rauðu ljósi í tilefni af 80 ára afmæli Verkís. Útibússtjórar Verkís afhentu bæjarfélögunum lampana og lýsinguna til eignar við litla athöfn á hvorum stað. Miðvikudaginn 8.mars afhenti Jónas V. Karlesson, útibússtjóri Verkís á Akureyri, lýsingu á fallegt tré rétt við tónlistarskóla bæjarins. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, tók við lýsingunni og var afar þakklátur en bærinn fagnar einmitt 150 afmæli á árinu. Tréð stendur við Kaupvangsstræti í brekkunni fyrir ofan kirkjuna og kemur lýsingin afar fallega út. Á sama tíma var einnig kveikt á lýsingu í starfsstöð Verkís við Austursíðu en hún ætti ekki að fara framhjá neinum sem fer þar hjá að kvöldlagi.

Lýsingunni á starfsstöðvarnar er hægt að stýra til að fá fram margskonar liti og áhrif en Frímann Freyr Kjerúlf um listræna útfærslu hennar. Lýsingin á trén er rauð því sá litur hefur minnst áhrif á nætursjón, veldur minnstri ljósmengun og hefur minnst áhrif á líffræðiferla.

Heimild: Verkis.is