Verkið Gísli á Uppsölum sýnt á Siglufirði

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar. Sýningin verður haldin í Alþýðuhúsið á Siglufirði, fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20.00.

Höfundar leiksins eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur.

Miðasala fer fram á netinu. Vinsamlegast greiðið í heimabanka
Reikningur: 0156 26 64
Kennitala: 640401 2650
Miðaverð 3.500.- kr
Setjið skýringu við greiðsluna Siglufjörður

Einnig er hægt að panta miða í síma: 891 7025 og eða senda tölvupóst á komedia@komedia.is.

gisli